Mané kynntur í München

Sadio Mané er kominn til Bayern München.
Sadio Mané er kominn til Bayern München. AFP/Franck Fife

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa formlega kynnt senegalska framherjann Sadio Mané sem nýjan liðsmann félagsins.

Bayern kaupir Mané af Liverpool fyrir 32 milljónir punda en hann lék með Liverpool í sex ár og skoraði 120 mörk í 269 mótsleikjum. Þar af voru 90 mörk í 196 leikjum í úrvalsdeildinni en Mané varð enskur meistari, Evrópumeistari, bikarmeistari, deildabikarmeistari og heimsmeistari félagsliða með liðinu.

mbl.is
Loka