Barcelona leggur fram formlegt tilboð í Lewandowski

Börsungar vilja ólmir fá Robert Lewandowski til liðs við sig.
Börsungar vilja ólmir fá Robert Lewandowski til liðs við sig. AFP/Ronny Hartmann

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur lagt fram formlegt tilboð í pólska markahrókinn Robert Lewandowski, leikmann Þýskalandsmeistara Bayern München.

ESPN greinir frá.

Þar segir að Bayern vilji yfir 40 milljónir evra fyrir Lewandowski, en samningur hans við þýska stórveldið rennur út sumarið 2023.

Ekki er greint frá því hve há upphæðin sem Barcelona hefur boðið í Lewandowski er en talið er fullvíst að fyrsta tilboð spænska félagsins sé ekki svo hátt.

Lewandowski hefur sjálfur sagst vilja yfirgefa herbúðir Bayern í sumar en forsvarsmenn félagsins hafa ítrekað látið hafa eftir sér að Pólverjinn fari ekki fet og muni leika með liðinu út samningstíma sinn.

mbl.is