Úr besta liðinu í enn stærra félag

Sara Björk Gunnarsdóttir æfir á fullu með landsliðinu en hafði …
Sara Björk Gunnarsdóttir æfir á fullu með landsliðinu en hafði svigrúm til að skjótast til Tórínó og skrifa undir hjá Juventus. mbl.is/Árni Sæberg

Þó Sara Björk Gunnarsdóttir komist hreinlega ekki hærra í fótboltanum en að spila með besta félagsliði heims, Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon, er óhætt að segja að hún sé á leið þaðan í mun stærra félag.

Sara hefur samið við Ítalíumeistarana Juventus um að leika með þeim næstu tvö árin, frá og með 1. júlí.

Sara lék einmitt með Lyon gegn Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í mars, þar sem Juventus sýndi styrk sinn með því að vinna fyrri leikinn í Tórínó, 2:1, en Lyon náði að komast naumlega áfram með 3:1 sigri í seinni leiknum í Frakklandi.

Aðeins fimm ár eru síðan kvennalið Juventus var stofnað, 1. júlí 2017. Félagið keypti keppnisleyfið í A-deildinni af litlu nágrannafélagi, Cueno, og í framhaldi af því hefur Juventus orðið ítalskur meistari öll fimm árin sem það hefur verið starfrækt.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert