Óvænt boðflenna í vináttulandsleik (myndskeið)

Gera þurfti hlé á vináttulandsleik milli Síle og Venesúela í knattspyrnu kvenna þegar óvæntan gest bar að garði sem hljóp inn á völlinn og vildi láta klappa sér og að því er virtist, taka þátt í leiknum.

Um eldhressan hund var að ræða og leikmenn og dómari urðu tafarlaust við beiðnum vinalegs hundsins um að láta klappa sér.

Hljóp hann svo um víðan völl áður en hann fór loks af velli, sáttur við dagsverkið.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Venesúela.

Atvikið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is