Sveinn Aron lagði upp mark

Sveinn Aron Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu fyrr í …
Sveinn Aron Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu fyrr í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi Íslendinga voru í eldlínunni í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla og sænsku B-deildinni karla- og kvennamegin. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá Elfsborg og lagði upp mark í öruggum sigri á Varberg.

Sveinn Aron kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og lagði upp fjórða mark Elfsborg í uppbótartíma. Lauk leiknum með 4:1-sigri liðsins.

Hákon Rafn Valdimarsson var varamarkvörður Elfsborg í leiknum.

Oskar Tor Sverrisson var ekki í leikmannahópi Varberg.

Davíð Kristján Ólafsson lék þá allan leikinn í vinstri bakverði í 1:0-sigri Kalmars á Värnamo.

Aron Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir Sirius sem tapaði 1:2 á heimavelli gegn Gautaborg.

Adam Ingi Benediktsson var varamarkvörður Gautaborgar í leiknum.

Í B-deildi karla lék Alex Þór Hauksson allan leikinn fyrir Öster í 1:1-jafntefli gegn Brommapojkarna.

Axel Óskar Andrésson lék sömuleiðis allan leikinn fyrir Örebro þegar liðið tapaði 1:2 fyrir Landskrona.

Í B-deild karla lék Andrea Thorisson allan leikinn fyrir Uppsala í 2:0-útisigri á Uppsala.

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sveinn Aron hafi einnig skorað en það hefur nú verið leiðrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert