Belginn til Madrídar

Axel Witsel er á leiðinni til Madridar.
Axel Witsel er á leiðinni til Madridar. AFP

Belgíski knattspyrnumaðurinn Axel Witsel hefur samið við Atlético Madrid á Spáni. Hann kemur á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund og semur til eins árs með valkost um annað. 

Witsel gekk í raðir Dortmund árið 2018 frá Kína. Síðan þá hefur Witsel verið lykilmaður í liði Dortmund og spilað 105 leiki fyrir félagið. 

Hann hefur einnig verið byrjunarliðsmaður í landsliði Belga og spilað 124 leiki frá því að hann gerði frumraun sína árið 2008. 

mbl.is