Jesus gengst undir læknisskoðun

AFP/Oli Scarff

Gabriel Jesus gengst undir læknisskoðun hjá Arsenal í dag og er því samningur hans nálægt því að verða opinber. 

Samkvæmt heimildum Sky Sports. Jesus hefur spilað með enska knattspyrnufélaginu Manchester City síðan árið 2017. Tveir nýir leikmenn koma til liðs við City en það gæti skorið verulega á leiktíma Jesus ef hann myndi kjósa að vera.

Erling Haaland kemur frá Dortmund og Julián Álvarez kemur tilbaka eftir að hafa verið á láni hjá River Plate, þar var hann áður en Manchester City keypti hann í janúar glugganum en þeir sendu hann aftur á lán með sama liði. Báðir eru sóknarmenn eins og Jesus.

Mikið hefur verið talað um mögulega flutning Jesus frá City til Arsenal en verðmiðinn er sagður vera 45 miljónir pund fyrir brasilíska landsliðsmanninn.

mbl.is