Hollenska ungstirnið snýr heim

Xavi Simons snýr aftur heim til Hollands og gengur í …
Xavi Simons snýr aftur heim til Hollands og gengur í raðir PSV. Ljósmynd/Getty Images

Hollenski knattspyrnumaðurinn Xavi Simons snýr aftur heim til Hollands og mun leika með PSV Eindhoven. Hann hefur verið þekktur frá ungum árum er hann spilaði í La Masia akademíu Barcelona. 

Simons gaf PSG orð sitt um að hann myndi framlengja samning sinn við félagið og svo fara á lán til PSV. En hugur hans hefur breyst á síðustu stundu og PSV hefur staðfest að hann hefur skrifað undir fimm ára samning við sig. 

Simons braust inn í lið PSG á nýliðinu tímabili og spilaði sjö leiki. 

mbl.is