Skráði sig á spjöld sögunnar

Carson Pickett, lengst til hægri, fagnar öðru marka Bandaríkjanna gegn …
Carson Pickett, lengst til hægri, fagnar öðru marka Bandaríkjanna gegn Kólumbíu í dag. AFP/Alex Goodlett

Knattspyrnukonan Carson Pickett, sem fæddist með styttri útlim, varð í dag fyrsti leikmaðurinn sem býr við slíka fötlun til að spila landsleik fyrir bandaríska kvennalandsliðið.

Pickett fæddist án hluta vinstri handleggs síns en hefur ekki látið það stöðva sig í að skapa sér góðan feril í NWSL-deildinni, atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur verið lykilmaður hjá Seattle Reign, Orlando Pride og nú North Carolina Courage.

Einnig hefur hún leikið í Ástralíu með Brisbane Roar sem lánsmaður.

Hún lék allan leikinn í vinstri bakverði í 2:0-sigri Bandaríkjanna á Kólumbíu í vináttulandsleik í dag.

Pickett er 28 ára gömul og sagði eftir fyrsta landsleikinn að draumur hafi nú ræst fyrir hana.

Pickett vakti heimsathygli fyrir þremur árum þegar mynd af henni að gefa ungum dreng sem fæddist einnig án hluta vinstri handleggs síns „háan handlegg“ í stað hárrar fimmu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert