Lagði upp í tapi

Þorleifur Úlfarsson lagði upp í nótt.
Þorleifur Úlfarsson lagði upp í nótt. mbl.is/Hákon Pálsson

Þorleifur Úlfarsson lagði upp mark Houston Dynamo í 1:2 tapi gegn Portland Timbers í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í Portland í nótt.

Þorleifur spilaði allan leikinn og lagði upp markið fyrir Darwin Quintero á 65. mínútu. 

Houston missir Portland fyrir ofan sig eftir tapið í nótt og er í níunda sæti með 21 stig í Vesturdeildinni. 

Róbert Orri Þorkelsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu er lið hans CF Montréal lagði Seattle Sounders að velli 2:1. 

Montréal er efst í Austurdeildinni með 29 stig. 

mbl.is