Sú besta jafnaði metin gegn andstæðingum Íslands

Alexia Putellas (t.h.), leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, vann á …
Alexia Putellas (t.h.), leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, vann á síðasta ári Gullknöttinn og var sömuleiðis valin besti leikmaður ársins hjá FIFA. AFP/Franck Fife

Ítalía, einn andstæðinga íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á EM 2022 á Englandi, lék í dag vináttulandsleik gegn Spáni og skildu liðin jöfn, 1:1.

Valentina Bergamaschi, samherji Guðnýjar Árnadóttur hjá AC Milan, kom Ítalíu yfir strax í upphafi síðari hálfleiks.

Um miðjan hálfleikinn jafnaði Alexia Putellas, besti leikmaður heims, metin fyrir Spán og þar við sat.

Bæði lið undirbúa sig nú af kappi fyrir EM sem hefst í næstu viku.

Ítalía er sem áður segir með Íslandi í riðli ásamt Frakklandi og Belgíu. Ísland og Ítalía mætast í öðrum leik sínum í D-riðli þann 14. júlí næstkomandi.

Spánn er í B-riðli með Þýskalandi, Danmörku og Finnlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert