Inter heldur áfram að styrkja sig

Henrikh Mkhitaryan í leik með Roma.
Henrikh Mkhitaryan í leik með Roma. AFP

Armenski vængmaðurinn Henrikh Mkhitaryan er genginn í raðir ítalska knattspyrnufélagsins Inter Mílanó. Kemur hann á frjálsri sölu frá Roma og skrifar undir tveggja ára samning.

Mkhitaryan hefur leikið með Roma undanfarin þrjú tímabil, það fyrsta sem lánsmaður frá Arsenal.

Hann hefur leikið með Manchester United, Borussia Dortmund í Þýskalandi og Shakthar Donetsk í Úkraínu.

Þá er hann markahæsti leikmaður í sögu armenska karlalandsliðsins með 32 mörk í 95 leikjum, en hinn 33 ára gamli Mkhitaryan lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári.

Áður var Inter búið að fá Romelu Lukaku, André Onana og Kristjan Asllani til liðs við sig í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert