Jón Dagur líklega á leiðinni til Belgíu

Jón Dagur Þorsteinsson fagnar fyrsta marki Íslands gegn Ísrael um …
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar fyrsta marki Íslands gegn Ísrael um daginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er líklegast á leiðinni til Belgíu. Þrjú félög hafa áhuga á leikmanninum, þau OH Leuven, Standard Liege og Mechelen. Öll leika í belgísku A-deildinni.

Frá þessu greinir begíski fréttamiðilinn Nieuwsblad.

OH Leuven er sagt hvað áhugasamast um að fá kappann. Hann var orðaður við Lecce sem mun spila í ítölsku A-deildinni á komandi tímabili en nú þykir Belgía vera líklegasti áfangastaðurinn.

Jón Dagur spilaði 100 leiki fyrir AGF og skoraði 20 mörk og lagði upp önnur 13. 

mbl.is