Ég mun gera allt til að halda de Jong

Frenkie de Jong kann vel við sig hjá Barcelona.
Frenkie de Jong kann vel við sig hjá Barcelona. AFP

Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir félagið hafa enga löngun til að selja hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong. 

Hann hefur verið mikið orðaður við Manchester United og hafa virtustu blaðamenn heims sagt að samkomulag sé á milli félaganna um verð. 

Joan Laporta er ekki á sama máli.

„Það eru félög sem vilja hann, ekki bara United. En við höfum enga löngun til að selja hann og hann vill vera áfram.

Frenkie er talinn vera einn af bestu miðjumönnum heims af öllum sérfræðingunum. Við erum virkilega ánægðir að hafa hann hjá okkur. 

Ég mun gera allt í mínu valdi til að halda Frenkie, en það eru einnig fjárhagsvandamál sem þurfa að vera löguð,“ sagði Laporta í viðtali við Mundo Deportivo. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert