Íslendingar allt í öllu í Noregi

Jónatan Ingi Jónsson skoraði í dag.
Jónatan Ingi Jónsson skoraði í dag. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Jónatan Ingi Jónsson skoraði og Valdimar Þór Ingimundarson lagði upp í 2:3 tapi Sogndal gegn KFUM Ósló í norsku 1. deildinni í knattspyrnu rétt í þessu. 

Sogndal lenti 0:3 undir á fyrstu 28. mínútunum. Valdimar lagði upp mark fyrir Andreas van der Spa rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og minnkaði muninn í tvö mörk. Þegar rúmt korter var liðið af síðari hálfleik skoraði Jónatan Ingi mark og staðan því orðin 3:2. Fleiri urðu mörkin hinsvegar ekki og við stóð. 

Hörður Ingi Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Sogndal. 

Með tapinu missti Sogndal KFUM Ósló upp fyrir sig. Félagið er í sjötta sæti með 20 stig eftir 12 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert