Óskar spilaði í sigri - Bodö/Glimt tapaði

Óskar Tor Sverrisson í leik með Mjällby.
Óskar Tor Sverrisson í leik með Mjällby. Ljósmynd/Mjällby

Óskar Sverrisson og félagar í Varberg unnu þægilegan 3:0 sigur á Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta rétt í þessu. 

Fyrir leikinn í dag hafði Óskar ekki spilað síðan í byrjun maí vegna meiðsla. Hann kom inn á völlinn á 66. mínútu. 

Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Kalmar, spilaði allan leikinn í 1:1 jafntefli gegn Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Kalmar er í sjötta sæti með 20 stig eftir 12 leiki.

Alfons spilaði allan leikinn er Bodö/Glimt tapaði 2:3 fyrir ODD í norsku úrvalsdeildinni í gær. Bodö/Glimt er í fimmta sæti með 19 stig eftir 12 leiki. Fyrir leikinn hafði liðið unnið fjóra leiki í röð en með tapinu er Bodö/Glimt átta stigum frá toppnum.

Alex Þór Hauksson, leikmaður Öster spilaði fyrstu 67. mínúturnar í 2:3 tapi gegn Skövde AIK í 1. deildinni í Svíþjóð í gær. Öster er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 12 leiki. 

mbl.is