Fljótir að ráða nýjan stjóra

Christophe Galtier á fréttamannafundi PSG nú í hádeginu.
Christophe Galtier á fréttamannafundi PSG nú í hádeginu. AFP/Bertrand Guay

Christophe Galtier var nú í hádeginu kynntur til leiks sem nýr knattspyrnustjóri frönsku meistaranna París Saint-Germain en hann er ráðinn til tveggja ára.

Mauricio Pochettino var sagt upp störfum í morgun en það hafði blasað við í nokkurn tíma og Galtier þótti líklegur eftirmaður hans eftir að hann sagði upp hjá Nice rétt fyrir mánaðamótin.

Galtier er 55 ára gamall og stýrði Lille til óvænts meistaratitils vorið 2021. Hann fór þaðan beint til Nice sem hafnaði í fimmta sæti frönsku 1. deildarinnar í vetur, 20 stigum á eftir meisturum París SG. Áður stýrði Galtier liði St.-Etienne í átta ár.

Hann lék sjálfur m.a. með Marseille, Lille og Toulouse á árunum 1985 til 1997.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert