Pochettino farinn frá París

Mauricio Pochettino er farinn frá PSG.
Mauricio Pochettino er farinn frá PSG. AFP/Karim Jaafar

Franska knattspyrnufélagið París Saint-Germain staðfesti rétt í þessu að knattspyrnustjórinn Mauricio Pocchettino hefði lokið störfum hjá félaginu.

Pochettino er fimmtugur Argentínumaður sem  tók við þjálfarastöðunni hjá PSG í ársbyrjun 2021 og samdi til átján mánaða. Sá samningur var hálfu ári síðar framlengdur um eitt ár og átti að gilda til sumarsins 2023. 

Hann stýrði áður Tottenham í fimm ár og var þar á undan stjóri Southampton og spænska félagsins Espanyol.

París SG vann franska meistaratitilinn með yfirburðum á síðasta tímabili og varð bikarmeistari undir stjórn Pochettino á síðasta ári. Félagið hefur hinsvegar ekki náð þeim markmiðum sínum að vinna Meistaradeild Evrópu.

Reiknað er með að Christophe Galtier taki við starfinu en hann hætti hjá Nice í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert