Skoruðu 95 mörk í knattspyrnuleik

Ljóst má þykja að hagræðing úrslita hafi átti sér stað …
Ljóst má þykja að hagræðing úrslita hafi átti sér stað í næstefstu deild í Síerra Leóne. Á myndinn má sjá nýja peningaseðla þjóðarinnar. AFP/Saidu Bah

Knattspyrnusamband Afríkuþjóðarinnar Síerra Leóne, SLFA, rannsakar nú tvö afar grunsamleg úrslit í næstefstu deild þar í landi þar sem þykir ljóst að hagræðing hafi átt sér stað.

Öðrum leiknum lauk með 95:0-sigri Kahunla Rangers á Lumbebu United og Gulf FC hafði svo betur gegn Koquima Lebanon, 91:1.

Slík úrslit teljast seint eðlileg í knattspyrnu.

Viðureignirnar voru hluti af umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni í Síerra Leóne en bæði úrslit hafa verið dæmd ógild vegna gruns um hagræðingu þeirra.

Staðan í hálfleik í fyrrnefnda leiknum var aðeins 2:0 í hálfleik og í hinum var staðan 7:1 í leikhléi.

„Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá og sleppt því að refsa fyrir þessa vandræðalegu stöðu. Við setjum rannsókn tafarlaust á fót til þess að finna alla þá sem bera ábyrgð á þessari meðalmennsku.

Allir sem verða fundnir sekir verður refsað í samræmi við reglur SLFA og verður einnig framvísað til andspillingarnefndar landsins,“ sagði Thomas Daddy Brima, forseti SLFA, í samtali við BBC Sport.

mbl.is