Frenkie de Jong ekki til sölu og Dembélé með síðasta boð

Kantmaðurinn Ousmane Dembélé.
Kantmaðurinn Ousmane Dembélé. David Gray/AFP

Joan Laporta, forseti knattspyrnufélagsins Barcelona hefur gefið Ousmane Dembélé loka úrræði, annaðhvort skrifar hann undir nýjasta samnings tilboð þeirra eða fer eitthvert annað. Hann hefur ekki áhuga á að selja Frenkie de Jong.

Ousmane Dembélé hefur verið hjá Barcelona síðan 2017 en samningur hans rennur út í sumar. Chelsea hefur áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir en líklegt er að leikmaðurinn haldi sig hjá Barcelona.

Forsetinn hefur einnig gefið það út að hann hyggist ekki selja Frenkie de Jong þrátt fyrir fjárhagerfiðleika klúbbsins. Manchester United hefur verið í samningsviðræðum við Barcelona um leikmanninn.

Barcelona hefur þurft að selja hluta af prósentu sinni í sjónvarpsréttindum og heitir aðalvöllur liðsins Spotify Camp Nou. Fyrir 2006 spilaði Barcelona ekki með stuðningsaðila á búningi sínum og heimavöllur liðsins hét einungis Camp Nou þar til á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert