Williams og Lamptey velja Gana

Tariq Lamptey.
Tariq Lamptey. AFP

Knattspyrnumennirnir Inaki Williams, leikmaður Athleic Bilbao, og Tariq Lamptey, leikmaður Brighton, eru meðal fimm knattspyrnumanna sem gefa kost á sér fyrir landslið Gana. 

Hinn 28 ára gamli Inaki Williams fæddist í Bilbao á Spáni og hefur leikið hjá félaginu alla sína tíð. Foreldar hans eru hinsvegar frá Gana. 

Lamptey, sem er 21 árs gamall og fæddur í London, hefur spilað fyrir yngri landsliðs Englands. Hann bað um að vera skilin eftir í u21 árs landsliðs Englands er liðið spilaði í undankeppni fyrir Evrópumótið í síðasta mánuði.

Hinir þrír leikmennirnir leika allir í Þýskalandi, það eru þeir Patric Pfeiffer og Stephen Ambrosius og Ransford-Yeboah Konigsdorffer leikmenn Hamburg. 

Knattspyrnusamband Gana greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni:
mbl.is