Áhorfendamet á EM kvenna

Enska liðið fyrir framan áhorfendur sem slóu metið í gær.
Enska liðið fyrir framan áhorfendur sem slóu metið í gær. Lionesses/Twitter

Áhorfendamet á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu var slegið í gær þegar 68.781 áhorfandi gerði sér leið á Old Trafford. England og Austurríki mættust í upphafsleik mótsins og endaði England á að næla sér í 3 stig eftir 1:0 sigur.

Síðasta áhorfendamet á EM var 41.301 áhorfandi á leik Þýskalands og Noregs árið 2013 í úrslitaleik mótsins í Svíþjóð. 

Enska liðið hefur verið taplaust síðan ráðin var núverandi knattspyrnustýra, Sarina Wiegman. Mark Englands skoraði Beth Mead á 16. mínútu leiksins.

Þetta er þriðja áhorfendametið sem er slegið í kvennaknattspyrnu á þessu ári. Í apríl spilaði Barcelona á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni með 91.648 áhorfendur. Barcelona sló þá eigið met sem þær settu í mars á þessu ári þegar þær spiluðu á móti Real Madrid, 91.553 mættu á þann leik.

Leikur Barcelona endaði með 5:1 sigri Barcelona og fyrirliði þeirra Alexia Putellas skoraði 2 mörk. Hún var valin besti leikmaður tímabilsins 2021-22 af FIFA og vann Gullbolta kvenna, Ballon d'Or, árið 2021.

Hún hefði átt að spila með Spáni á EM en sleit krossband á dögunum og verður frá þangað til á næsta ári. Einnig í leik Barcelona á móti Wolfsburg spilaði Sveindís Jane Jónsdóttir og var hún í byrjunarliði í Wolfsburg. Sveindís er í íslenska landsliðinu sem spilar á sunnudaginn við Belgíu á EM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert