Barcelona kaupir franskan landsliðsmann

Jules Koundé er orðinn leikmaður Barcelona.
Jules Koundé er orðinn leikmaður Barcelona. AFP/Franck Fife

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur komist að samkomulagi við Sevilla um kaup á franska landsliðsmanninum Jules Koundé.

Barcelona greiðir Sevilla um 55 milljónir evra fyrir miðvörðinn. Hann lék 95 deildarleiki fyrir Sevilla og skoraði í þeim fimm mörk. Þá hefur hann leikið ellefu A-landsleiki fyrir Frakkland.

Chelsea hafði einnig áhuga á að fá Koundé í sínar raðir en hann hefur ákveðið að leika áfram á Spáni og ganga í raðir stórveldisins frá Katalóníu.

mbl.is