Sævar skoraði í ótrúlegum Íslendingaslag

Sævar Atli Magnússon var hetja Lyngby.
Sævar Atli Magnússon var hetja Lyngby. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lyngby og Midtjylland skildu jöfn, 3:3, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Midtjylland komst í 3:0 í fyrri hálfleik en Lyngby neitaði að gefast upp og jafnaði.

Sævar Atli Magnússon reyndist hetjan, því hann skoraði þriðja mark Lyngby á 88. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 55. mínútu. Freyr Alexandersson þjálfar Lyngby.

Elías Rafn Ólafsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá Midtjylland.

Markið er það fyrsta sem Sævar skorar í dönsku úrvalsdeildinni, en hann gerði fjögur mörk í 1. deildinni á síðustu leiktíð er Lyngby tryggði sér sæti í efstu deild.

Midtjylland er í sjötta sæti deildarinnar með fimm stig og Lyngby í tíunda sæti með tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert