Íslendingaliðið vann meistarana

Aron Bjarnason lék allan leikinn í dag.
Aron Bjarnason lék allan leikinn í dag. Ljósmynd/Újpest

Íslendingaliðið Sirius frá Uppsala vann 2:1 sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Aron Bjarnason lék allan leikinn en Óli Valur Ómarsson, sem byrjaði síðasta leik, var ónotaður varamaður. 

Davíð Kristján Ólafsson og félagar í Kalmar unnu 1:0 sigur á Aik í dag. Davíð byrjaði að vanda og spilaði allan leikinn. 

Eftir umferðina er Sirius í níunda sæti deildarinnar með 24 stig. Kalmar er tveimur sætum ofar með þremur stigum meira. 

mbl.is