Bjarni á skotskónum í Noregi

Bjarni Mark Antonsson í leik með KA.
Bjarni Mark Antonsson í leik með KA. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Start vann afar öruggan 6:0-heimasigur á Bryne í norsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Start og gerði sjötta markið í uppbótartíma.

Markið var það þriðja sem miðjumaðurinn gerir í deildinni á leiktíðinni, en hann lék með Brage í Svíþjóð í þrjú ár áður en hann skipti yfir til Start.

Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar, með 29 stig, og í baráttunni um sæti í umspili um sæti í efstu deild.

mbl.is