Skagamaðurinn lagði upp í Danmörku

Stefán Teitur Þórðarson lagði upp mark fyrir Silkeborg.
Stefán Teitur Þórðarson lagði upp mark fyrir Silkeborg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Silkeborg hélt góðri byrjun sinni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta áfram í kvöld er liðið lagði AaB af velli á heimavelli, 3:1.

Stefán Teitur Þórðarson lagði upp annað mark Silkeborgar, er Nicolai Vallys kom liðinu í 2:0. Stefán var í byrjunarliðinu og fór af velli á 78. mínútu.

Silkeborg er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur á eftir Nordsjælland sem er í toppsætinu með tólf.

mbl.is