Fyrrum leikmaður Brighton í Íslendingaliðið

Mathew Ryan hefur spilað 73 leiki fyrir ástralska landsliðið.
Mathew Ryan hefur spilað 73 leiki fyrir ástralska landsliðið. Ljósmynd/FC Kobenhavn

Ástralski landsliðsmarkmaðurinn Mathew Ryan er komin í Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn. Hann á að baki 122 leiki í efstu deild Englands með Brighton and Hove Albion.

Mathew Ryans er 30 ára gamall og kemur til FC Kaupmannahöfn frá Real Sociedad. Fyrir það var hann hjá Brighton í efstu deild Englands á árunum 2017-2021.

Hann gerir tveggja ára samning við liðið en þar eru Íslendingarnir Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son, Há­kon Arn­ar Har­alds­son og Orri Óskars­son.

mbl.is