Valdi RB Leipzig fram yfir United

Benjamin Sesko í leik með slóvenska landsliðinu.
Benjamin Sesko í leik með slóvenska landsliðinu. AFP/Jure Makovec

Hin 19 ára slóvenski landsliðsmaður Benjamin Sesko skrifaði undir samning við RB Leipzig í efstu deild Þýskalands sem gildir til 2028.

Manchester United hafði áhuga á því að fá þennan unga og efnilega framherja í sínar raðir en RB Leipzig varð fyrir valinu. Nú reynir United að fá hinn 33 ára gamla Marko Arnautovic frá Bologna.

Sesko kom til RB Salzburg í Austurríki árið 2019 og verður þar á láni frá Leipzig út þetta tímabil.

mbl.is