Christensen og Kessie geta yfirgefið Barcelona

Andreas Christensen í æfingaleik gegn Real Madrid .
Andreas Christensen í æfingaleik gegn Real Madrid . AFP/Ethan Miller

Samningar sem knattspyrnumennirnir Andreas Christensen og Franck Kessie gerðu við Barcelona hafa enn ekki enn verið skráðir hjá spænsku deildinni.

Andreas Christensen, fyrrum leikmaður Chelsea, og Frank Kessie, fyrrum leikmaður AC Milan, gerðu báðir samninga við spænska félagið fyrr í sumar en vegna fjárhagslega erfiðleika félagsins hafa samningar þeirra ekki verið samþykktir.

Ef samningar þeirra fara ekki í gegn fyrir upphafsleiki liðsins á tímabilinu gegn Rayo Vallecano á laugardaginn, geta leikmennirnir farið annað samkvæmt heimildum ESPN.

Samningar þeirra beggja hjá fyrrum félögum runnu út fyrr í sumar og þeir komu því til Barcelona á frjálsri sölu og er frjálst að yfirgefa félagið frítt vegna klásúlu í samning þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert