Ráðist á Dusan Tadic

Dusan Tadic spilaði leik gegn PSV Eindhoven nokkrum dögum eftir …
Dusan Tadic spilaði leik gegn PSV Eindhoven nokkrum dögum eftir atvikið. AFP/Vincent Jannink

Ráðist var á knattspyrnumanninn Dusan Tadic þegar hann fór úr bílnum sínum fyrir utan heimili sitt.

Tveir vopnaðir menn réðust á Tadic fyrir utan heimili hans eftir miðnætti hinn 28. júlí. Hollenska blaðið De Telegraaf greindi frá þessu en samkvæmt því komu að honum tveir vopnaðir menn með hjálma þegar hann steig út úr bílnum sínum fyrir utan heimili sitt í Amsterdam.

Hann reyndi að komast undan en lenti í átökum við árásamennina. Hann hlaut minniháttar áverka áður en hann náði að komast undan. Tadic var með plástra á fingrunum í leik með liði sínu Ajax gegn PSV sem fór fram nokkkrum dögum eftir atvikið.

mbl.is