Erfið brekka fyrir Blika

Úr leik Breiðabliks og Basaksehir á Kópavogsvelli.
Úr leik Breiðabliks og Basaksehir á Kópavogsvelli. Ljósmynd/Hákon Pálsson

Bæði Breiðablik og Víkingur eiga leik í Sambandsdeildinni í kvöld. Breiðablik mætir Istanbul Basaksehir og Víkingur Lech Poznan.

Breiðablik á erfitt verkefni framundan á útivelli í dag en þeir töpuðu fyrri leik liðanna 3:1 á Kópavogsvelli síðasta fimmtudag. Í dag mætast liðin í Tyrklandi og Blikar verða að vinna leikinn með tveim mörkum til að komast áfram. Basaksehir er með sterkt lið en Breiðablik stóð vel í þeim þrátt fyrir að fá þrjú mörk á sig.

„Okk­ur fannst leik­ur­inn á Kópa­vogs­velli spil­ast þannig að við eig­um ennþá full­an séns þrátt fyr­ir tapið og við för­um bjart­sýn­ir inn í þennan leik, það þýðir ekk­ert annað,“ sagði Ant­on Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks í viðtali við Mbl.is.

 Leikur Blika verður klukkan 17.45 að íslenskum tíma.

Víkingur sigraði Lech Poznan á fimmtudaginn síðastliðinn 1:0 og Ari Sigurpálsson skoraði mark Víkings.

 Ég er bara ógeðslega spennt­ur að spila fyr­ir fram­an 40 þúsund manns,“ sagði markaskorarinn en þeir fjölmörgu stuðningsmenn sem liðið á eru ekki sáttir með þá þessa stundina og fengu leikmenn Lech að heyra það frá stuðningsmönnum liðsins eftir leikinn í víkinni.

Félagið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, langt undir væntingum stuðningsmanna. Síðasti leikur Lech í deildinni var 1:1 jafntefli þar sem John van den Brom, þjálf­ari Lech hvíldi fjóra byrjunarliðsleikmenn fyrir leikinn gegn Víking samkvæmt pólska miðlinum Fakt. Í hálfleik fengu leikmenn aftur að heyra það frá stuðningsmönnum sínum í þetta sinn í hálfleik.

Lech hefur biðlað til stuðningsmanna að styðja við bakið á þeim í leiknum og þeir settu inn myndbandi af Mika­el Is­hak, fyr­irliða liðsins, á Twitter að biðja um stuðning.

 Leikur Víkings í Póllandi verður klukkan 18.30 að íslenskum tíma. 

 

 

mbl.is