Ísland er á varabúningi Inter

Lukaku að halda uppi Íslandi á treyjunni en hann hefur …
Lukaku að halda uppi Íslandi á treyjunni en hann hefur komið til landsins og spilað á Laugardalsvelli með belgíska landsliðinu. Ljósmynd/Inter Milan

Ítalska knattspynufélagið Inter Mílanó gaf út varabúning liðsins fyrir tímabilið 2022/2023 og hann er eitt stórt landakort.

„Þetta er meira en treyja, þetta merkir gildi okkar. Við erum bræður og systur heimsins,“ segir í tilkynningu Inter þar sem treyjurnar eru kynntar.

Inter spilar í ítölsku A-deildinni og hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð, tveimur stigum á eftir AC Milan sem varð meistari. Liðið leikur því í Meistaradeildinni á komandi leiktíð. 

Ísland má sjá rétt undir kraganum á nýju treyjunni. 

mbl.is