Alexandra farin frá Þýskalandi

Alexandra Jóhannsdóttir með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu á EM á …
Alexandra Jóhannsdóttir með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu á EM á Englandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur yfirgefið þýska félagið Eintracht Frankfurt. Hún lék í eitt og hálft tímabil með liðinu, en náði ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.

Félagið staðfesti tíðindin í dag og greinir frá að Alexandra sé að ganga í raðir félags utan Þýskalands. Hún kom við sögu í tveimur af þremur leikjum Íslands á EM á Englandi í sumar.

Hún skoraði þrjú mörk í sjö leikjum með Breiðabliki fyrri hluta tímabils, er hún var að láni frá Frankfurt til að vera í sem bestu standi fyrir EM.

Hún er þó ekki á leiðinni heim í Kópavoginn, en Alexandra hefur verið orðuð við félög á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert