Rúnar á leið til Tyrklands

Rúnar Alex Rúnarsson verður lánaður til Tyrklands.
Rúnar Alex Rúnarsson verður lánaður til Tyrklands. AFP/Jack Guez

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er á leið til tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins Alanyaspor að láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.

Tyrkneski blaðamaðurinn Ertan Süzgün greinir frá. Alanyaspor hafnaði í fimmta sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Rúnar er aftarlega í goggunarröðinni hjá Arsenal og er félagið reiðubúið að láta hann fara. Rúnar var að láni hjá Leuven í Belgíu á síðustu leiktíð. Hann hefur leikið 17 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is