Ákveðin fegurð í því að koma aftur og gefa eitthvað til baka

Arnór Ingvi Traustason er kominn til Norrköping á ný.
Arnór Ingvi Traustason er kominn til Norrköping á ný. AFP

„Ég er enn í Boston. Við erum að fara að eignast okkar annað barn núna og settur dagur er 16. ágúst. Ég fer ekkert fyrr en litli maðurinn er mættur á svæðið,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið.

Arnór samdi í vikunni við Norrköping í Svíþjóð en hann kemur til félagsins frá New England Revolution í Bandaríkjunum. Það var einnig nóg að gera hjá Arnóri þegar frumburðurinn kom í heiminn, en hann átti leik með Malmö gegn Chelsea á Stamford Bridge í Evrópudeildinni daginn eftir fæðingu.

„Ég átti að fara út á miðvikudegi, en svo kom hann í heiminn sama dag. Í staðinn ferðaðist ég til London daginn eftir, á leikdegi. Þá var ég búinn að sofa í um það bil klukkustund og ég spilaði í 80 mínútur. Ég hljóp talsvert á eftir N‘Golo Kanté en annars man ég lítið eftir þeim leik,“ sagði Arnór léttur.

Njarðvíkingurinn kom til New England í mars á síðasta ári og lék 39 leiki í MLS-deildinni, bandarísku atvinnumannadeildinni, og skoraði í þeim tvö mörk. Þar sem hann var enn samningsbundinn félaginu, tók það sinn tíma að ná samningum um starfslok.

„Þetta hefur verið svolítið flókið, því þetta er öðruvísi í MLS-deildinni. Ég var enn samningsbundinn New England, en við komumst að samkomulagi um að rifta samningnum. Það tók aðeins lengri tíma en við bjuggumst við. Ég er mjög feginn að það hafi gengið í gegn, en ég hafði engar áhyggjur af öðru,“ sagði hann.

Sjáðu viðtalið við Arnór í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert