Albert lagði upp sigurmarkið gegn Íslendingaliðinu

Albert Guðmundsson fer vel af stað með Genoa á nýju …
Albert Guðmundsson fer vel af stað með Genoa á nýju tímabili. Ljósmynd/Alex Nicodim

Albert Guðmundsson og liðsfélagar hans í Genoa höfðu betur gegn Íslendingaliði Venezia þegar liðin mættust í fyrstu umferð ítölsku B-deildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld. Albert lagði upp sigurmark Genoa í 2:1-sigri.

Manolo Portanova kom gestunum í Genoa yfir skömmu fyrir leikhlé.

Varamaðurinn Dennis Törset Johnsen jafnaði metin fyrir Venezia.

Á 87. mínútu lagði Albert svo upp sigurmark Genoa þegar varamaðurinn Kelvin Yeboah skoraði.

Albert fór af velli á 90. Mínútu en enginn Íslendingur sem er á mála hjá Venezia kom við sögu í leiknum.

Hilmir Rafn Mikaelsson var ónotaður varamaður og þeir Bjarki Steinn Bjarkason, Kristófer Jónsson og Jakob Franz Pálsson voru ekki í leikmannahópnum að þessu sinni.

mbl.is
Loka