Fimmtándi leikmaður Forest

Remo Freuler hefur spilað 46 leiki fyrir svissneska landsliðið.
Remo Freuler hefur spilað 46 leiki fyrir svissneska landsliðið. Ljósmynd/Nottingham Forest

Nottingham Forest fékk sinn 15. leikmann í gær þegar svissneski landsliðsmaðurinn Remo Freuler gekk til liðs við enska knattspyrnufélagið.

Fyrrum framherji Watford, Emmanuel Dennis og Cheikhou Kouyate, frá Crystal Palace voru númer 13 og 14 í stóraðgerðum Forest á leikmannamarkaðinum.

Freuler er 30 ára miðjumaður og kemur frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Atalanta þar sem hann spilaði 202 leiki. 

Forest tilkynnti hann á samfélagsmiðlum stuttu eftir 1:0 sigur liðsins á West Ham í gær.

mbl.is