Monreal leggur skóna á hilluna

Nacho Monreal lék með Arsenal frá 2013-2019.
Nacho Monreal lék með Arsenal frá 2013-2019. AFP

Knattspyrnumaðurinn Nacho Monreal, fyrrum leikmaður Arsenal í ensku deildinni, leggur skónna á hilluna.

Monreal var varnarmaður og spilaði lengst af með Arsenal en endaði ferill sinn í Real Sociedad. Hann spilaði 251 leik fyrir Arsenal áður en hann fór til Sociedad árið 2019. Einnig spilaði hann 22 leiki fyrir spænska landsliðið.

„Þrjátíu og sex ár spilandi fótbolta. Sextán ár sem atvinnumaður. Ég kreisti allt sem ég gat úr líkamanum mínum og keyrði mig út að mörkum sem ég hefði ekki getað ímyndað mér. Hnén á mér senda mér skilaboð. Hátt og sýrt: ég get ekki meir. Verð ég reiður? NEI! Ég hlusta á hann og tek aðstöðurnar í sátt.

Einum kafla er lokið og annar byrjar. Ég er ánægður og líður vel. Einu sinni enn… MÉR LÍÐUR VEL!!! Þetta gefur mér hugarró. Lífið er gjöf og mér finnst gaman að vera þakklátur,“ skrifaði Monreal undir færslu á Instagram og svo þakkar hann þeim liðum sem hann hefur verið í fyrir góð ár.

 

View this post on Instagram

A post shared by Global Ases (@globalases)

 

Arsenal óskaði honum til hamingju með ferilinn á Twitter síðu sinni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert