Hlín fagnaði sigri í Íslendingaslag

Hlín Eiríksdóttir fagnaði sigri í Íslendingaslag.
Hlín Eiríksdóttir fagnaði sigri í Íslendingaslag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Piteå vann í kvöld 2:1-heimasigur á Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í Íslendingaslag.

Hlín Eiríksdóttir lék fyrstu 82 mínúturnar með Piteå á meðan Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård.

Þrátt fyrir úrslitin er Rosengård enn í toppsætinu með 39 stig á meðan Piteå er í sjöunda sæti með 26 stig.

Berglind Rós Ágústsdóttir og stöllur hennar í Örebro vilja gleyma útileiknum gegn Häcken sem fyrst, því Häcken vann 6:0-sigur. Berglind lék allan leikinn með Örebro. Liðið er í tíunda sæti með 21 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert