Öruggur sigur FCK í Íslendingaslagnum

Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með FC Kaupmannahöfn.
Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með FC Kaupmannahöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FC Kaupmannahöfn vann öruggan 3:0-útisigur á Lyngby í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði FCK. Hákon lék allan leikinn og Ísak fyrstu 58 mínúturnar. Hákon fékk að líta gula spjaldið á 57. mínútu.

Sævar Atli Magnússon var allan tímann á bekknum hjá Lyngby, en Freyr Alexandersson þjálfar liðið.

Viktor Claesson gerði tvö mörk fyrir FCK, sem er í fjórða sæti með níu stig. Lyngby er í ellefta með tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert