Skoraði tvö og axlarbrotnaði í fyrsta leik

Kristall Máni Ingason er axlarbrotinn.
Kristall Máni Ingason er axlarbrotinn. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Kristall Máni Ingason skoraði tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Rosenborg í Noregi. Því miður fyrir Kristal, sem kom til Rosenborg frá Víkingi á dögunum, axlarbrotnaði hann einnig í leiknum.

Samkvæmt heimildum Vísis axlarbrotnaði Kristall við að skora fyrra mark sitt í leiknum á 23. mínútu. Hann bætti við öðru marki skömmu síðar og fór svo loks af velli á 74. mínútu, eftir að hafa spilað í rúmar 50 mínútur eftir meiðslin.

Hann verður frá keppni næstu vikurnar og gætu umspilsleikir íslenska U21 árs landsliðsins við Tékkland í lok september verið í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert