Danir töpuðu toppslagnum í Króatíu

Króatar fagna marki í kvöld.
Króatar fagna marki í kvöld. AFP/Denis Lovrovic

Króatía fór upp í toppsæti 1. riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta með 2:1-heimasigri á Dönum í Zagreb í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Borna Sosa Króötum yfir á 49. mínútu. Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, jafnaði á 77. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Lovro Majer sigurmarkið.

Á sama riðli vann Frakkland 2:0-heimasigur á Austurríki. Kylian Mbappé skoraði fyrra markið á 56. mínútu eftir undirbúning frá Olivier Giroud og Giroud sá sjálfur um að gera annað markið á 65. mínútu.

Kevin De Bruyne skoraði í kvöld.
Kevin De Bruyne skoraði í kvöld. AFP/John Thys

Króatía er með 10 stig, einu stigi meira en Danmörk. Frakkland er í þriðja sæti með fimm stig og Austurríki í neðsta sæti með fjögur.

Holland er enn í toppsæti 4. riðils eftir 2:0-útisigur á Póllandi. Cody Gakpo kom Hollandi yfir á 13. mínútu og Steven Bergwijn gulltryggði sigurinn á 60. mínútu.

Belgía er í öðru sæti en liðið vann Wales á heimavelli, 2:0. Kevin De Bruyne og Michy Batshuayi skoruðu mörkin og lögðu upp á hvorn annan sömuleiðis.

Holland er með 13 stig, Belgía 10, Pólland 4 og Wales rekur lestina með eitt stig.

mbl.is