Langt frá laununum í Katar

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Hallgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíka í knattspyrnu, hafði úr nokkrum tilboðum að velja áður en hann skrifaði undir samning við jamaíska knattspyrnusambandið.

Þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is en Heimir, sem er 55 ára gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning á Jamaíka.

„Þessi ákvörðunin um að koma hingað var ekki fjárhagsleg og launin eru langt frá því sem ég var með úti í Katar,“ sagði Heimir í samtali við mbl.is.

„Það sem heillaði mig var ævintýrið í kringum þetta og möguleikinn að ná árangri. Mig langaði að kynnast nýju fólki og nýrri menningu.

Mér stóð til boða að fara eitthvað annað, í betur borgað starf, en þetta snýst ekki alltaf um það,“ bætti Heimir við.

mbl.is