Áhorfendametið á Englandi slegið

Hollendingurinn Vivianne Miedema skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í dag.
Hollendingurinn Vivianne Miedema skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í dag. AFP/Daniel Mihailescu

Áhorfendamet var slegið í efstu deild kvenna á Englandi í dag þegar Arsenal vann sannfærandi 4:0-sigur á Tottenham í norður-Lundúna slag í dag.

Það voru 47,367 manns sem mættu á Emirates-völlinn og sáu sitt lið leika á als oddi gegn Tottenham. Vivianne Miedema skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og Beath Mead og Rafaelle Souza sitt hvort.

Var þetta 10 sigur Arsenal í röð í deildinni og í áttunda sinn í röð sem liðið heldur hreinu en það er met í deildinni.

Fyrir leik dagsins var áhorfendametið 38,262 en þá mættust einmitt sömu lið. Það var í nóvember árið 2019 á Tottenham-vellinum.

Arsenal er á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir með fullt hús stiga og markatöluna 8:0. Tottenham er með þrjú stig en liðið vann Leicester í fyrstu umferð.

mbl.is