Brasilíumaðurinn yfirgefur Everton

Craig Pawson dómari sýnir Allan, fyrir miðju, rauða spjaldið.
Craig Pawson dómari sýnir Allan, fyrir miðju, rauða spjaldið. AFP

Brasilíski miðjumaðurinn Allan skrifaði undir samning við knattspyrnufélagið Al Wahda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í kvöld. 

Íþróttafjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Allan hafði verið á mála hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2020, eða síðan Carlo Ancelotti fékk hann til félagsins frá Napoli þar sem Ancelotti var áður stjóri.

Brasilíumaðurinn missti sæti sitt í liðinu á þessu ári með endurkomu Idrissa Guye og tilfærslu Alex Iwobi á miðja miðjuna.

mbl.is