Everton fór létt með Liverpool á Anfield

Everton konur fagna sigri á erkifjendum sínum í dag.
Everton konur fagna sigri á erkifjendum sínum í dag. Ljósmynd/Everton

Everton vann 3:0 útisigur gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag.

Megan Finnigan kom gestunum yfir á níundu mínútu og Jessica Park tvöfaldaði forystuna á 33. mínútu og staðan var 2:0 í leikhléi.

Park lagði svo upp þriðja markið fyrir Svíann Hönnu Bennison þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þar við sat.

Bæði lið hafa unnið einn og tapað einum í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

mbl.is