Færeyingar skelltu Tyrkjum

Lið Færeyja.
Lið Færeyja. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Færeyja

Færeyingar unnu heldur betur óvæntan sigur á Tyrkjum, 2:1, í C-deild Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Leikurinn fór fram í Færeyjum, en um var að ræða lokaumferðina í riðlinum.

Viljormur Davidsen kom heimamönnum í forystu á 51. mínútu og Jóan Edmundsson bætti við marki átta mínútum síðar. Serdar Gürler klóraði í bakkann fyrir gestina á 89. mínútu en það dugði ekki til, lokatölur 2:1.

Færeyingum tókst að forðast fall úr C-deildinni þar sem liðið krækti í átta stig í sex leikjum. Litháar enda í neðsta sæti með eitt stig.

Tyrkir hreppa toppsætið og fara upp um deild með 13 stig alls, fjórum stigum á undan Lúxemborg sem endar í öðru sæti.

mbl.is