Vonbrigði fyrir Dagnýju og stöllur

Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og stöllur í West Ham fengu Manchester United í heimsókn í annarri umferð ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í dag.

Heimakonur unnu fyrsta leik sinn á tímabilinu en þurftu að sætta sig við 2:0 tap í dag. 

Lucía García kom gestunum í forystu á 50. mínútu og Hannah Blundell bætti við öðru marki fimm mínútum síðar og þar við sat.

Dagný er fyrirliði West Ham en hún fór af velli þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Næsti leikur West Ham er nágrannaslagur gegn Chelsea á Kingsmeadow-vellinum á miðvikudaginn.

mbl.is