Zaha kaupir knattspyrnufélag

Wilfried Zaha fagnar marki.
Wilfried Zaha fagnar marki. AFP

Wilfried Zaha, sóknarmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur fest kaup á knattspyrnufélaginu Espoir Club D’Abengourou frá Fílabeinsströndinni.

Greint er frá þessu í enskum fjölmiðlum. Félagið leikur í fjórðu efstu deild en Zaha og bróðir hans, Carin, keyptu félagið saman.

Zaha er uppalinn á Englandi en á rætur að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Báðir foreldrar hans eru þaðan og hefur Zaha spilað með „Fílunum“ frá árinu 2017.

„Markmiðið er augljóslega að fara upp um deild, en við viljum fyrst að ungu leikmennirnir okkar öðlist reynslu og komist í gott form,“ segir Carin.

mbl.is